Fjármálaeftirlitið hefur lokið athugun á aðskilnaði starfssviða hjá Arion banka hf. en eftirlitið gerir fjölda athugasemda við verklag bankans.

Meðal athugasemda sem FME gerir má nefna:

  • að í stefnu bankans um hagsmunaárekstra væri ekki að finna fullnægjandi greiningu á mögulegum hagsmunaárekstrum eins og skylt er
  • að innri reglur bankans veittu framkvæmdastjóra fjárfestingabankasviðs of víðtækar heimildir til aðgangs að gögnum og upplýsingum þeirra starfssviða sem heyra undir fjárfestingabankasviðið og skulu vera aðskilin. Til að tryggja aðskilnað starfssviðanna taldi Fjármálaeftirlitið að framkvæmdastjóri ætti eingöngu að koma að stærri ákvörðunum og fá upplýsingar um starfsemi starfssviðanna frá forstöðumönnum viðkomandi starfssviða nema aflað væri heimildar hjá regluvörslu fyrir frekari aðgangi,
  • að starfslýsing tiltekins starfsmanns gaf tilkynna að hann væri að sinna verkefnum sem tilheyrðu sviðum fyrir ofan kínamúra og innan þeirra,
  • að fyrirtækjaráðgjöf hefði yfir að ráða hluta af fjárfestingabók bankans,
  • að framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs hefði setið í fjárfestingaráði sem tekur ákvarðanir um eigin fjárfestingar bankans,
  • að bankinn fylgdi ekki eigin reglum um takmarkaðan aðgang starfsmanna í einni deild að gögnum annarrar deildar,

Auk þessa má nefna nokkrar athugasemdir að starfsmenn hefðu aðgang að, eða að starfstöð starfsmanna væru hjá sviðum sem ættu að vera aðskilin. Einnig var gert athugasemdir að starfsmenn væru á póstlistum sem ættu að vera aðskilin, þ.e. ekki var gætt þeirra kínamúra sem áttu að vera á milli starfsmanna í mismunandi deildum.