Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins er sú að Stálskip ehf. er hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun hf., sem nemur allt að 20%.

Er um að ræða virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í gegnum eignarhald Stálskips ehf. í Eignarhaldsfélagi Borgunar slf.

Stálskip er í eigu hjónanna Guðrúnar Lárusdóttur og Ágústs Sigurðsson en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um voru lykileignir fyrirtækisins seldar árið 2014, það er togarinn Þór og aflaheimildir, en félagið hefur verið rekið sem fjárfestingarfélag síðan.