*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 14. júní 2017 12:05

Fjármálaráðherra Dana ergir Breta

Brandari fjármálaráðherra Dana féll í grýttan jarðveg hjá Bretum, en hann ýjaði að því að Bretland væri „smáríki“.

Pétur Gunnarsson
Kristian Jensen fjármálaráðherra Dana á vettvangi Evrópusambandsins.
epa

Danski fjármálaráðherrann, Kristian Jensen, sagði á málþingi fyrir stuttu að að Bretar væru ekki í stöðu til þess að kúga Danmörku eða önnur ríki Evrópusambandsins í samningaviðræðum um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Frá þessu er greint í frétt Politiken

Fjármálaráðherrann bætti við að það væru tvær tegundir Evrópuríkja: Annars vegar smáríki og hins vegar þjóðir sem hafi ekki enn áttað sig á því að þær séu smáríki. Sendiherra Breta í Danmörku var vita óánægður með athugasemdir ráðherrans og sagði að það hann sæi ekki fram á það að völd Breta hafi minnkað á alþjóðasviðinu.

Hann benti á að Bretar væru enn meðlimir í G7 og G20 sem sýndi fram á að Bretar væru langt frá því að vera einhvers konar smáþjóð. Gert var ráð fyrir að samningaviðræður Breta og ESB hefðust 19. júní næstkomandi vegna stjórnarmyndunarviðræðna sem standa enn yfir í Bretlandi. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim