Árni Jón Árnason, hjá fjármálaráðgjöf Deloitte, á fundi Deloitte, Viðskiptaráðs og Kauphallarinnar um hlutabréfamarkað þann 11.10.12.
Árni Jón Árnason, hjá fjármálaráðgjöf Deloitte, á fundi Deloitte, Viðskiptaráðs og Kauphallarinnar um hlutabréfamarkað þann 11.10.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Alls telja um 62% fjármálastjóra íslenskra fyrirtækja að ný lántaka hjá bönkum sé ekki hagkvæm fjármögnunarleið fyrir fyrirtæki við núverandi aðstæður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Deloitte á meðal fjármálastjóra íslenskra fyrirtækja.

Þetta er í fyrsta sinn sem könnunin er gerð hér á landi en hún er framkvæmd að breskri fyrirmynd. Könnunin var send til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins í síðasta mánuði. Um þriðjungur þeirra svaraði könnuninni.

Árni Jón Árnason, meðeigandi hjá Deloitte ráðgjöf, segir tilganginn með könnuninni að mæla viðhorf fjármálastjóra til eigin fyrirtækis og hvernig þeir sjái sitt nærumhverfi þróast. „Það er það sem okkur fannst vanta og við vildum fara af stað með sams konar könnun á Íslandi og hefur verið í Bretlandi. Kannanir sem Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins hafa gert snúa meira að hagrænu stærðunum og horfa meira á þetta þjóðhagslega umhverfi. Við viljum horfa meira á það sem snýr að fyrirtækjunum sjálfum,“ segir Árni sem telur að könnunin veiti ákveðna innsýn inn í hugarheim fjármálastjóra. Þá geti slík könnun verið mikilvæg fyrir fyrirtæki til að fá samanburð við aðra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .