Heildarvelta í Kauphöllinni í dag nam samtals 16,9 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti á hlutabréfamarkaði tæplega 2,1 milljarður en á skuldabréfamarkaði tæpir 14,8 milljarðar. Þá var verslað fyrir 5 milljónir í Kauphallarsjóðum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0.12% og stendur í 1,724.60. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,51% og stendur hún í 1,181.34.

Á hlutabréfamarkaði var hækkunin mest hjá Fjarskiptum, eða 2,84%, í 380 milljóna króna veltu. Eik hækkaði um 1,62%, Sjóvá um 1,23%, HB Grandi um 1,16%, Hagar um 1,06%, Eimskip um 1%, VÍS um 0,93%, Reginn um 0,56%, Reitir um 0,26% og TM um 0,24%.

Nýherji lækkaði um 0,47%, Marel um 0,46%, N1 um 0,34% og Icelandair um 0,32%.