Facebook lýsti því yfir að nú gætu allir starfsmenn fyrirtækisins, óháð kyni eða stöðu innan félagsins, tekið sér fjögurra mánaða langt fæðingarorlof.

Þessi tilkynning kemur í kjölfar þess að Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, áætlaði að taka sér tveggja mánaða fæðingarorlof eftir að eiginkona hans, Priscilla Chan, eignast þeirra fyrsta barn.

Þessi aukning við orlofsréttindi starfsmanna fyrirtækisins mun helst snerta nýbakaða feður og samkynja pör sem starfa fyrir Facebook utan Bandaríkjanna, segir í tilkynningu frá mannauðsdeild félagsins.