Fjóla Hrund Björnsdóttir og Íris Kristín Óttarsdóttir hafa verið ráðnar til Miðflokksins.

Fjóla Hrund Björnsdóttir hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Fjóla er með B.A. próf í stjórnmálafræði og er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Fjóla hefur starfað um árabil innan Framsóknarflokksins. Hún var varaþingmaður kjörtímabilið 2013-2016 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsókn. Síðastliðið ár starfaði Fjóla innan ferðaþjónustunnar.

Íris Kristín Óttarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður þingflokks Miðflokksins. Íris er stúd­ent frá Verzlunarskóla Íslands og með B.Sc. gráðu í markaðsfræði frá California State University Long Beach. Íris hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur hún síðustu ár starfað sem vörumerkjastjóri hjá Ísflex ehf. Hún hefur einnig víðtæka reynslu úr ferðamannaiðnaðinum.