Fimmtán manns hefur verið sagt upp hjá Wow air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air segir uppsagnirnar mest megnis vera starfsmenn Wow á Keflavíkurflugvelli og stafa af árstíðasveiflu hjá flugfélaginu og fækkun í flugvélaflota Wow air en félagið minnkaði flotann um fjórar flugvélar á þriðjudag.

Í dag er síðasti dagur mánaðarins og taka því uppsagnirnar gildi fyrr en ef uppsagnirnar hefðu verið gerðar eftir helgi. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hefur fjármálastjóri félagsins lofað útborgun launa í dag .

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær voru 237 starfsmönnum sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, en félagið er stærsti þjónustuaðili Wow air.