Í morgun var greint frá því að um 40 af þeim 90 sem starfa á ritstjórn Nyhedsavisen hafi verið sagt upp störfum en starfsmennirnir hafa þó ekki enn fengið upppsagnarbréf.  Í frétt á viðskiptavef Berlingske Tidende kemur fram að Nyhedsavsien og Morgendistribution Danmark, sem sér um dreifingu blaðains, séu nú að grípa til margháttaðara aðgerða til þess að styrkja stöðu Nyhedsavsien á markaðinum og eru uppsagnirnar hluti af þeim.

Þá mun aðalritstjóri Nyhedsavisen, David Trads, láta af störfum en hann hefur ráðið sig sem ritstjóri þróunarverkefna hjá Det Berlingske Officin.