*

laugardagur, 19. janúar 2019
Erlent 4. apríl 2012 16:50

Fjöldauppsagnir hjá Yahoo

2000 starfsmönnum stórfyrirtækisins Yahoo verður sagt upp en á sama tíma ætlar annar internetrisi, Skype, að ráða 400 nýja starfsmenn.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Netrisinn Yahoo hefur tilkynnt um uppsagnir um 2000 starfsmanna eða 14% alls starfsliðs fyrirtækisins. Þetta er í sjötta skiptið á fjórum árum sem fyrirtækið tilkynnir um fjöldauppsagnir.

Á sama tíma berast fréttir frá Skype, öðru stórfyrirtæki internetsamfélagsins, um að ætlunin sé að skapa um 400 nýjar stöður hjá fyrirtækinu í fimm mismunandi borgum. Skype, sem er í eigu Microsoft, segir að upphaflega hafi ætlunin verið að bæta við starfsfólki í London og í Stokkhólmi. Ákveðið hafi verið að bæta einnig við starfsfólki í Eistlandi, Tékklandi og Kaliforníu.

Yahoo segja að með niðurskurðinum sé ætlunin að einfalda reksturinn og auka hagkvæmni. Niðurskurðurinn spari fyrirtækinu 375 milljón dollara árlega.

Stikkorð: Yahoo Skype