*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 17. apríl 2008 09:50

Fjöldauppsagnir yfirvofandi hjá TV 2

Ritstjórn

TV2 í Danmörku var rekið með um 3,3 milljarða íslenskra króna tapi í fyrra  og í dag verður greint frá því hversu mörgum starfsmönnum stöðvarinnar verður sagt upp í hagræðingarskyni en stjórnendur félagsins greindu frá því síðasta mánuði að skera ætti rekstrarkostnaðinn niður um 2,3 til  3,4 milljarða íslenskra króna að og að til uppsagna myndi koma.

Samkvæmt frétt á vef Ekstra-blaðsins stendur til að segja upp 110 starfsmönnum. Merete Eldrup, forstjóri TV2, hefur staðfest að uppsagnir standi fyrir dyrum en að ekki verði greint endanlega frá þeim fyriráætlunum fyrr en eftir stjórnarfund hjá TV2 undir lok þessa mánaðar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim