*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 11. júní 2018 16:16

Fjöldi kaupsamninga rétt yfir meðaltali

Heildarvelta þinglýstra kaupsamninga var rúmlega 8,2 milljarðar á tímabilinu 1. júní til og með 7. júní á þessu ári.

Ritstjórn
165 kaupsamningar voru þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu frá 1. júní til 7. júní.
Haraldur Guðjónsson

Samtals voru 165 kaupsamningar þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu frá 1. júní til og með 7. júní 2018. 130 af þessum samningum voru um eignir í fjölbýli, 31 samningur um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Þessi fjöldi þinglýsinga er rétt yfir meðaltal síðastliðinna 12 vikna, en 151 kaupsamningur hefur verið þinglýstur að meðaltali á síðastliðnum 12 vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands

Heildarveltan var alls rúmlega 8,2 milljarðar króna og meðalupphæð á hvern samning voru 49,7 milljónir króna. Það er rétt undir meðaltal meðalupphæðar á hvern kaupsamning síðastliðinna 12 vikna sem nemur 50,3 milljónum króna. Heildarvelta síðastliðinni 12 vikna hefur að meðaltali verið rúmlega 7,6 milljarðar króna og því er heildarvelta áðurnefnds tímabils aðeins hærra en meðaltalið.   

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim