laugardagur, 13. febrúar 2016
Innlent 30. júlí 2012 13:57

Fjöldi kaupsamninga undir meðaltali

Húsnæðismarkaðurinn virðist, eins og svo margir Íslendingar nú í lok júlí, vera í eins konar sumarfríi.

Ritstjórn
Byggingar
Haraldur Guðjónsson

Húsnæðismarkaður virðist vera í einskonar sumarfríi eins og svo margir Íslendingar nú í lok júlí. Í vikunni 20.-26. júlí var fjöldi þinglýstra kaupsamninga 88 en meðaltal síðustu tólf vikna er 108.

Heildarveltan var 2.542 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu og meðalupphæð á samning 28,9 milljónir króna.

Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum og sama fjöldi á Akureyri og á Árborgarsvæðinu.

Stikkorð: Kaupsamningar
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.