Nöfn mörg hundruð sænskra ríkisborgara eru í Panamaskjölunum. Þetta kemur fram á veg ruv.is í dag .  Samkvæmt fréttinni hafa sænsk skattayfirvöld boðað til rannsóknar vegna þeirra upplýsinga sem þar er að finna.

Í sænskum lögum er þeim sem svíkja undan skatti gefinn kostur á að tilkynna það að fyrra bragði og losna þannig við refsingu. Í samali við deildarstjóra hjá sænska skattinum kemur þó fram að það gildi þó ekki um þá Svía sem fyrir koma á listanum sem birtist í gær. Um leið og upp um fólk kemst og nöfn þeirra birtast er það orðið um seinan að forða sér frá refsingu.