Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 31. ágúst til og með 6. september 2018 var 199. Þar af voru 154 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um sérbýli og 14 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 10.451 milljón króna og meðalupphæð á samning 52,5 milljónir króna. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands.

Flestum kaupsamningum var þinglýst á Suðurnesjum eða 18 talsins, þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 641 milljónir króna og meðalupphæð á hvern samning var 35,6 milljónir króna.

Þá var 13 kaupsamingum þinglýst á Akureyri og flestir voru samningar um eignir í fjölbýli. Heildarvelta kaupsamninganna nam 412 milljónum króna og meðalupphæð á hvern samning nam 31,7 milljónum króna.

Á sama tímabili var 10 kaupsamningum þinglýst í Árborg, Hveragerði og Ölfus og heildarvelta þeirra samninga var 364 milljónum króna og meðal upphæð hvers samnings var 36,4 milljónum króna.