Samgöngumálaráðuneytið hefur kynnt breytingu á reglugerð um leigubifreiðar sem tók gildi í gær en hún snýr að því að fjölga atvinnuleyfum leigubifreiða um 20 á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi atvinnuleyfa á þessu svæði hefur verið óbreyttur frá 2003. Upprunalega stóð til að fjölga leyfum um 90 á höfuðborgarsvæðinu.

Í kjölfar umsagna áttu sérfræðingar ráðuneytisins áttu sérfræðingar ráðuneytisins fundi með hagsmunaaðilum, meðal annars fulltrúa Frama og ráðherra hitti fulltrúa leigubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða ráðuneytisins eftir samráð við hagsmunaaðila var sú að ekki væru forsendur til þess að fjölga atvinnuleyfum um 90 á einu bretti en ákveðið var að fjölga leyfum um 20 á höfuðborgarsvæðinu og verða þau því alls 580.