*

föstudagur, 22. september 2017
Erlent 3. ágúst 2012 13:56

Fjölgun nýrra starfa en atvinnuleysi hækkar samt

Fjöldi nýrra starfa er nokkuð yfir væntingum flestra markaðsaðila í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
AFP

163.000 ný störf urðu til á bandarískum vinnumarkaði í júli en samt sem áður hækkaði atvinnuleysi úr 8,2% í 8,3% á milli mánuða. Þetta er vegna þess hve margir einstaklingar komu inn á vinnumarkaðinn án þess að finna sér vinnu við hæfi. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Fjöldi nýrra starfa er nokkuð yfir væntingum flestra markaðsaðila. Þess má geta að um 100.000 ný störf þurfa að verða til í hverjum mánuði vestanhafs svo að hagkerfið dragist ekki saman samkvæmt Seðlabanka Bandaríkjanna. Um 12,8 milljónir Bandaríkjamanna eru atvinnulausir um þessar mundir.