þriðjudagur, 9. febrúar 2016
Erlent 3. ágúst 2012 13:56

Fjölgun nýrra starfa en atvinnuleysi hækkar samt

Fjöldi nýrra starfa er nokkuð yfir væntingum flestra markaðsaðila í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
Bandaríski fáninn
AFP

163.000 ný störf urðu til á bandarískum vinnumarkaði í júli en samt sem áður hækkaði atvinnuleysi úr 8,2% í 8,3% á milli mánuða. Þetta er vegna þess hve margir einstaklingar komu inn á vinnumarkaðinn án þess að finna sér vinnu við hæfi. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Fjöldi nýrra starfa er nokkuð yfir væntingum flestra markaðsaðila. Þess má geta að um 100.000 ný störf þurfa að verða til í hverjum mánuði vestanhafs svo að hagkerfið dragist ekki saman samkvæmt Seðlabanka Bandaríkjanna. Um 12,8 milljónir Bandaríkjamanna eru atvinnulausir um þessar mundir.

 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.