*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 25. desember 2017 14:31

Fjölmargir halda jólin í útlöndum

Um 10.300 Íslendingar fóru úr landi um Keflavíkurflugvöll dagana 17. til 22. desember.

Ritstjórn
Fremur tómlegt verður um að litast í Leifsstöð í dag, en á morgun tekur umferðin við sér á ný.
Haraldur Guðjónsson

Íslendingum sem yfirgefa landið síðustu dagana fyrir jól fer fjölgandi. Dagana 17. til 22. desember fóru nærri 10.300 Íslendingar úr landi um Keflavíkurflugvöll. Er það um 7% fleiri en á sama tímabili á síðasta ári. RÚV greinir frá.

Mikil umferð er um Keflavíkurflugvöll yfir hátíðarnar. Þannig voru 140 komur og brottfarir á Þorláksmessu. Á aðfangadag voru þær 74 en í dag verða þær aðeins þrjár. Ein vél á vegum Delta kemur frá New York og fer þangað aftur. Þá vara tvær vélar á vegum SAS, önnur frá Kaupmannahöfn og hin frá Osló. Á morgu verða svo 125 komur og brottfarir um völlinn. Milli jóla og nýárs er flugumferðin svipuð, þegar vel á annað hundrað komur og brottfarir eru um völlinn á degi hverjum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim