Við erum búin að senda DV erindi þar sem við óskum eftir sjónarmiðum þeirra. Við erum að bíða eftir svari,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, í samtali við fréttastofu RÚV , en þar er greint frá því að nefndin hafi krafið DV skýringa á útgáfu auglýsingablaðs um bjór sem fylgdi blaðinu þann 27. febrúar síðastliðinn.

Málið var tekið upp að frumkvæði Fjölmiðlanefndar, en búist er við svari frá lögmanni DV síðar í dag. „Þeir koma þá með sín sjónarmið, þau verða skoðuð og eftir atvikum verður óskað frekari gagna og upplýsinga. Á grundvelli þeirra gagna og rannsóknar nefndarinnar verður svo tekin ákvörðun um framhaldið,“ segir Elfa Ýr.

Fjallað er um bann við áfengisauglýsingum í 37. grein fjölmiðlalaga. Við broti á henni geta bæði legið stjórnvaldssektir og refsingar. Ef brot þykja meiriháttar ber nefndinni að vísa þeim til lögreglu.