Breski bankinn Barclays hefur verið fenginn til að sjá um sölu á fjórðungshlut Arion banka í Bakkavör, að því er segir í frétt Telegraph.

Þar segir að verði af sölunni sé líklegt að Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður muni selja sína hluti í Bakkavör, en þeir eiga samanlagt um 12% hlut í fyrirtækinu.

Í fréttinni segir að um sé að ræða gott tækifæri fyrir bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni til að ná aftur yfirráðum í fyrirtækinu, sem þeir stofnuðu árið 1986.