Nýlokið er hlutafjárútboði hjá Enex hf. Útboðið fór fram dagana 15. ágúst til 5. september síðastliðin og var allt hlutafé selt, auk þess sem umframeftirspurn var fjórföld sú fjárhæð sem í boði var. Alls safnaði félagið tveimur milljörðum króna í útboðinu, en tilgangur þess var að fjármagna fjárfestingar Enex á sviði jarðvarma í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kína og Slóvakíu.

Capacent var ráðgjafi fyrirtækisins í útboðinu og sá m.a. um gerð sölulýsingar, kynningarefnis og skipulagningu kynningarfunda.

Stefna Enex er að eiga og reka virkjanir um allan heim sem framleiða endurnýjanlega orku á arðsaman máta, með áherslu á markaðssvæði í Evrópu, Asíu og N-Ameríku. Jafnframt veitir Enex sérhæfða ráðgjöf og selur lausnir er stuðla að hagkvæmari nýtingu endunýjanlegra orkugjafa.

Fyrirtækið er með verkefni m.a. í Bandaríkjunum, El Salvador, Kína, Þýskalandi, Ungverjalandi og Slóvakíu. Stærstu hluthafar í Enex eru Geysir Green Energy, Reykjavík Energy Invest og Landsvirkjun.