FL Group hefur aukið stöðu sína í AMR á ný en FL Group er komið með 9,14% stöðu í félaginu. Hér er ekki um að ræða tilkynningarskyld viðskipti en ekki ber að tilkynna kaup fyrr en við 10% mark ef þau kæmu enda er það samkvæmt reglum.

Eftir því sem komist verður næst hefur Hannes Smárason, forstjóri FL Group, fundað með nokkrum stjórnendum AMR en þó ekki Gerald J. Arpey, sem er forstjóri og stjórnarmaður félagsins. Hannes var staddur í New York í gær. Í samtali við viðskiptasjónvarpið CNBC sagðist hann telja að stjórnendur félagsins væru áhugasamir um tillögur hans. Höfuðstöðvar AMR eru í Texas.