Nýlokið er flatfiskaleiðangri á rannsóknaskipinu Dröfn þar sem bjálkatroll var notað í fyrsta sinn hérlendis til rannsókna. Markmiðið er að afla aukinnar vitneskju um nýliðun flatfiskstofna sem togararöllin eða aðrar rannsóknir veita ekki svör við. Frá þessu er skýrt í nýjustu Fiskifréttum.

Ungviði flatfiska er gjarnan að finna nálægt landi og alveg uppi í fjöru þar sem erfitt er að kasta dragnót. Þess vegna var fengið bjálkatroll frá Englandi en veiðarfærið er stálrammi með belg og poka aftan úr og undir því eru keðjur. Að sögn Guðjóns Más Sigurðssonar leiðangursstjóra nýttist bjálkatrollið vel til rannsóknanna. Farið var yfir svæði við vestanvert landið, frá Garði til Súgandafjarðar. Talsvert fékkst af ungum flatfiski, sérstaklega í norðanverðum Faxaflóa og á stöku stað í Breiðafirði, svo og í Dýrafirði og Önundarfirði.

Segja má að þetta sé byrjunin á nýju ralli, flatfiskaralli, sem ætlunin er að ná sem víðast á flatfiskaslóð við landið.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.