*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 10. september 2017 09:02

Fleira en vinnan sem skiptir ungt fólk máli

Stefnt er að því að bæta vinnuumhverfi starfsmanna 17 aðildarfélaga BHM sem ríkið í kjaraviðræðum við.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stefnt er að því að bæta vinnuumhverfi starfsmanna þeirra 17 aðildarfélaga BHM sem ríkið á nú í kjaraviðræðum við. „Ég held að menn átti sig á því að vinnutilhögun skipti miklu máli. Það eru öðruvísi áherslur núna þegar ungt fólk leggur áherslu á að eiga frítíma og tíma fyrir fjölskylduna, kannski aðeins öðruvísi en var fyrir einhverjum áratugum þegar menn lögðu mesta áherslu á að fá einhverja aukavinnu,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsmálaráðherra.

Undir þetta tekur Hugrún R. Hjaltadóttir, formaður Félags íslenskra félagsvísindamanna. „Við viljum horfa á hluti eins og vinnutímann og aðra þætti sem auðvelda fólki að samræma atvinnu og einkalíf. Þegar ég er að tala við mitt félagsfólk þá finnst mér vera mjög mikið álag og fólk vera orðið þreytt,“ segir hún.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim