*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 20. júlí 2017 12:48

Fleiri drekka sykurlausa drykki en sykraða

„Pepsi Max er sá drykkur á gosdrykkjarmarkaði sem hefur verið í hvað mestri aukningu og hefur hlutdeild þess vörumerkis aldrei verið hærra,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar.

Pétur Gunnarsson
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Ölgerðin Egill Skallagrímsson selur nú meira magn af sykurlausum drykkjum en sykruðum og er Kristall nú orðið stærsta vörumerki fyrirtækisins.  Algjör viðsnúningur hefur orðið á drykkjarvenjum Íslendinga síðustu árin, en sem dæmi má nefna að árið 2002 var einungis þriðjungur seldra drykkja frá Ölgerðinni sykurlaus að því er kemur fram í fréttatilkynningu. 

Kolsýrt vatn er nú orðið stærsti vöruflokkur gosdrykkja og þar ber Kristall höfuð og herðar yfir aðra drykki hér á landi. „Í lok árs 2016 settum við Kristal með jarðaberja- og límónu bragði á markaðinn og hann sló samstundis í gegn. Kristall er vinsælasti sykurlausi drykkurinn  og svarar kalli neytenda um hollari kolsýrða drykki. Þá má nefna að sykurlaust Pepsi eða Pepsi Max er sá drykkur á gosdrykkjarmarkaði sem hefur verið í hvað mestri aukningu og hefur hlutdeild þess vörumerkis aldrei verið hærra,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Stikkorð: Ölgerðin drykkur sykraðir Sykurlaust gos gos
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim