Mánudagur, 30. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fleiri ferðamenn sækja í snjóinn

11. ágúst 2012 kl. 17:05

Fleiri ferðamenn hafa sótt Ísland heim á vetrarmánuðum en júlí er besti ferðamannamánuðurinn frá því talningar hófust árið 2002.

Markaðsátakið „Ísland allt árið“ hefur gengið vonum framar en aðstandendur átaksins gerðu ráð fyrir.

Tæplega 40 þúsund fleiri ferða- menn hafa komið til landsins á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við árið 2011. Í júlímánuði komu 14.000 fleiri ferðamenn en á sama tíma í fyrra eða samtals um 112.000 ferðamenn. Þetta er metfjöldi ferðamanna frá því talningar hófust árið 2002. Þetta eru tölur frá Ferðamálastofu og ná yfir þá ferðamenn sem fara í gegnum Leifsstöð. 

Erna segir ferðamenn ekki dreifa sér út um allt land en stærstur hluti er á höfuðborgarsvæðinu.Suðurland og Norðurland eystra fundu einnig fyrir aukningu segir Erna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.Allt
Innlent
Erlent
Fólk