*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 13. júlí 2018 13:31

Fleiri flýja land

Upplýsingafulltrúi WOW air segir fyrirtækið hafa orðið vart við aukinn áhuga íslendinga á sólarlandaferðum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air segir í samtali við Viðskiptablaðið að WOW air hafi fundið fyrir auknum áhuga íslendinga á sólarlandaferðum, sem vafalaust tengist afar grámyglulegu veðurfari hérlendis undanfarnar vikur og mánuði. Þá séu mörg flug WOW air nú þegar orðin fullbókuð.

„Við erum þó enn með flugsæti laus á sanngjörnu verði til flestra áfangastaði okkar í sumar, þá meðal annars til Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu," segir Svanhvít.

Veðrið þetta sumarið hefur verið óvenju slæmt á suður- og suðvesturhorni landsins en það hefur verið mun skárra fyrir austan. Því hafa margir höfuðborgarbúar lagt leið sína þangað í leit að betra veðri. 

Úrkoman í maímánuði var sú versta frá því að mælingar hófust í Reykjavík eða um 129 millimetrar. Útlit er fyrir áframhaldandi rigningu í júlí og ekkert virðist bóla á betri tíð. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim