*

föstudagur, 19. janúar 2018
Innlent 17. júlí 2017 18:03

Fleiri laus herbergi nú en í febrúar

Fleiri hótelherbergi virðast vera laus í Reykjavík um komandi helgi en í febrúar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt athugun Túrista eru fleiri laus tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík um komandi helgi en þegar Túristi gerði samskonar athugun í febrúar. Ef leitað er eftir tveggja manna hótelherbergi á vefsíðunni Booking.com kemur í ljós að 77% af þeim herbergjum sem bókunarsíðan hefur upp á að bjóða eru frátekin en í febrúar var hlutfallið 91%.

Samkvæmt frétt Túrista verður þó að hafa það í huga að þrátt fyrir að Booking.com sé líklega umsvifamesta hótelbókunarvefsíða í heimi þá gefur bókunarstaðan á vefsíðunni ekki fullkomna mynd af hótelmarkaðnum í Reykjavík. Þetta verði þó að teljast vísbending um að framboð af lausum hótelherbergjum í Reykjavík í dag sé töluvert. Þess ber einnig geta að bókunarstaðan í Reykjavík er mun betri en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Í Kaupmannahöfn, Helsinki, Ósló og Stokkhólmi er hlutfall lausra herbergja hjá Booking.com töluvert hærra en í Reykjavík.

Airbnb umsvifamikið

Ef að framboð af gistingu hjá Airbnb er skoðað kemur í ljós að 92% af allri gistingu fyrir komandi helgi er uppbókuð. Framboð Airbnb er töluvert en frá fimmtudegi til sunnudags er hægt að finna 306 mismunandi gistimöguleika á vefsíðu fyrirtækisins. Þýðir þetta að bandaríska gistimiðlunin hefur rúmlega 3800 gistingar á sínum vegum í Reykjavík í sumar.

Stikkorð: Reykjavík Hótel Airbnb