Árleg skýrsla Hurun Report lýsti yfir þeim niðurstöðum að nú væru fleiri kínverskir milljarðamæringar en bandarískir.

Alls eru 596 milljarðamæringar frá kínverska meginlandinu, en teljirðu Taívan, Macau og Hong Kong með hækkar talan upp í 715 manns. Miðað við Kína eru bandarískir auðkýfingar 537 talsins.

Hurun Report segir þennan mikla og hraða vöxt í kínverskri verðmætasköpun vera þann mesta síðan fyrirtækið hóf skráningu vísitölu sinnar fyrir 17 árum.

Þrátt fyrir dalandi hagvöxt í Kína má þakka hlutabréfamarkaðnum þarlendis fyrir þessa þróun mála. Þrátt fyrir að hafa hlotið dálitla skeinu í júní síðastliðnum er hann talsvert hærri en í fyrra, eða einhver 41%.