Guðmundur Jóhann Jónsson hefur starfað í tryggingabransanum í um 34 ár en hann starfaði lengst af hjá Sjóvá áður en hann tók við stjórn Varðar árið 2006. Spurður að því hvernig rekstur tryggingafélaga hefur breyst í gegnum árin segir Guðmundur að með tilkomu Varðar á markaðinn hafi samkeppni í geiranum aukist til muna.

Að öðru leyti segir hann að framboð á sérhæfðum uppgjörslögmönnum hefur aukist til muna. „Það hefur ekki farið framhjá landsmönnum auglýsingar um ókeypis þjónustu við að sækja á tryggingafélög,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að þetta sé óheilbrigt en þetta er klárlega breyting á markaðnum. Meirihluti mála sem snúa að líkamstjónum fer nú í gegnum sérhæfða lögmenn. Mér finnst mjög eðlilegt að þegar það er kominn iðnaður í kringum þetta að þá verði eðlilega breytingar innan tryggingafélaganna. Varnir þeirra eru settar upp með öðrum hætti en þær voru. Lögmenn hafa auðvitað alltaf verið á markaðnum en í dag er þetta orðið umhverfi sem er meira líkt því sem gengur og gerist í Bandaríkjunum, sem ég hélt að yrði aldrei á Íslandi. Vinnan innan tryggingafélaganna og kostnaðurinn er orðinn meiri fyrir vikið. Ég er ekki að segja að þetta sé rangt en þetta er mikil breyting. Þetta er að færa sig inn í fleiri greinar en bara líkamstjón.

Að öðru leyti held ég að rekstur félaganna sé í grundvallaratriðum með svipuðum hætti og hann var. Auðvitað hefur lagaumhverfið breyst mikið og kröfur um skýrslugjöf og eftirlit hafa aukist. Lítið félag eins og okkar fær engan afslátt á kröfunum.“

Nánar er rætt við Guðmund í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með þvi að smella á hlekkinn Tölublöð .