*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 10. ágúst 2018 15:32

Flest félög í Kauphöllinni hafa lækkað

Flest félög í Kauphöllinni hafa lækkað það sem af er sumri samkvæmt samantekt frá Hagsjá Landsbankans.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um 7,9% frá því í byrjun maí en mælt frá áramótum nemur lækkunin 2,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt Hagsjáar Landsbankans yfir helstu atburði í efnahagsþróun sumarsins. Af 18 félögum á markaði hækkuðu einungis 3 félög í sumar það voru Eimskip, N1 og Hagar.

Ísland sker sig töluvert úr þegar horft er á vísitölur annarra ríkja frá 31. maí. Norræna vísitalan OMXN40 hefur hækkað um 1,5%, S&P 500 í Bandaríkjunum hefur hækkað um 5,7%, FTSE 100 í Bretlandi hefur hækkað um 1,1% og DAX í Þýskalandi hækkað um 0,2% á tímabilinu.

Stærstu tíðindin af hlutabréfamarkaðnum hér heima í sumar er afkomuviðvörun Icelandair þann 8. júlí þar sem afkomuspá félagsins var lækkuð. Að auki var uppgjör félagsins á öðrum ársfjórðungi þann 31. júlí undir væntingum. Viðbrögð fjárfesta á markaði létu ekki á sér standa þrátt fyrir sumarfrí og bréf félagsins hafa lækkað um 33,0% það sem af er sumri. Það sem af er ári hafa bréf Icelandair alls lækkað um 45,8%.

Einnig þótti tíðindi þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti samruna N1 og Festi hf. þann 30. júlí síðastliðinn. Samkeppniseftirlitið samþykkti einnig samruna Haga og Olís. Bréf N1 og Haga hafa hækkað það sem af er sumri. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim