*

þriðjudagur, 20. nóvember 2018
Innlent 24. ágúst 2018 12:06

Flestir sofa í 6-8 klukkustundir

Konur (91%) voru líklegri en karlar (88%) til að segjast sofa að meðaltali 6-8 klukkustundir á nóttu.

Ritstjórn
Svarendur á aldrinum 18-29 ára (9%) og 68 ára og eldri (9%) voru líklegri en aðrir til að segjast sofa 5 klukkustundir eða skemur á hverri nóttu.
epa

Ný könnun frá MMR sem framkvæmd var dagana 26. júní til 3. júlí á þessu ári kannaði svefnvenjur landsmanna. Heildarfjöldi svarenda könnunarinnar var 946 einstaklingar 18 ára og eldri.

Af aðspurðum sögðust rúm 89% sofa að meðaltali 6-8 klukkustundir á hverri nóttu en 44% sögðust sofa að meðaltali í 7 klukkustundir á nóttu. 

Konur (91%) voru líklegri en karlar (88%) til að segjast sofa að meðaltali 6-8 klukkustundir en hlutfall þeirra sem sögðust sofa í 5 tíma eða skemur var hærra hjá körlum (10%) heldur en konum (5%).

Svarendur á aldrinum 18-29 ára (9%) og 68 ára og eldri (9%) voru líklegri en aðrir til að segjast sofa 5 klukkustundir eða skemur á hverri nóttu.

Stuðningsfólk Samfylkingar (96%), Sjálfstæðisflokks (94%) og Framsóknar (93%) var líklegast allra svarenda til að segjast sofa 6-8 klukkustundir að meðaltali á hverri nóttu. Þá var stuðningsfólk Viðreisnar (12,5%) líklegast til að telja meðalsvefntíma sinn vera 5 klukkustundir eða styttri en stuðningsfólk Flokks fólksins (6%) og Pírata (6%) var líklegast til að segjast sofa 9 klukkustundir eða lengur að meðaltali.

Stikkorð: MMR Könnun Svefn