*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 20. júní 2012 18:24

Flestir treysta Hönnu Birnu

Samkvæmt nýrri könnun um borgarstjórnmálin myndu 43% kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningum í dag.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Samkvæmt nýrri könnun sem Capacent framkvæmdi fyrir Sjálfstæðisflokkinn nýtur Hanna Birna meira trausts en allir hinir oddvitarnir í borginni til samans.

Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins mest en 43% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag. Næst mest fylgi hefur Besti flokkurinn, eða 23%, og því næst Samfylkingin, sem 19% þátttakenda sögðust myndu kjósa.

Forysta Hönnu Birnu er afgerandi hvað varðar þann oddvita í borgarstjórn sem flestir treysta en 51,7% þátttakenda í könnuninni treysta henni best. Dagur B. Eggertsson vermir annað sætið með 23,6% fylgi og því næst Jón Gnarr með 19,5% fylgi. Fæstir treysta Sóleyju Tómasdóttur, eða aðeins 5,1%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Í úrtaki Capacent voru 1500 einstaklingar, 77% tóku afstöðu í spurningu um fylgi flokkana og 75% í spurningu um traust til oddvita.