Samkvæmt nýrri könnun MMR er Sjálfstæðisflokkurinn kominn upp í 29,3% fylgi, en næst stærsti flokkurinn, Vinstri græn mælast með 20,4% fylgi. Hægt er að lesa frétt MMR um málið hér.

Píratar mældust með 13,3% fylgi, Samfylkingin með 10,6, Framsókn með 9,6%, Flokkur fólksins með 6,1%, og hefur hann aldrei mælst með meiri stuðning, Viðreisn með 4,7% og Björt framtíð með 2,4% fylgi, en aðrir flokkar mældust samanlagt með 3,6%.

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst frá því síðasta mæling var gerð, þann 21. júní síðatliðinn, úr 33,9% í 34,1%. Aðrar breytingar á fylgi flokkanna voru eftirfarandi, borið saman við niðurstöður síðustu kosninga:

  • Sjálfstæðisflokkur - úr 28,4% í 29,3% - kjörfylgi: 29,0%
  • Vinstri Grænir - úr 22,6% í 20,4% - kjörfylgi: 15,9%
  • Píratar - stóðu í stað í 13,3% - kjörfylgi: 14,5%
  • Samfylkingin - úr 9,1% í 10,6% - kjörfylgi: 5,7%
  • Framsóknarflokkurinn - úr 10,2% í 9,6% - kjörfylgi: 11,5%
  • Flokkur fólksins - úr 2,8% í 6,1% - kjörfylgi: 3,5%
  • Viðreisn - úr 5,3% í 4,7% - kjörfylgi: 10,5%
  • Björt framtíð - 3,3% í 2,4% - kjörfylgi: 7,2%