*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Innlent 25. júlí 2017 11:29

Flokkur fólksins í hæstu hæðum

Dregið í sundur milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og munar um 9% á fylgi flokkanna. Flokkur fólksins mælist stærri en hinir ríkisstjórnarflokkarnir.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem mælist með mesta fylgið, ávarpar Reykjavíkurþing Varðar sem haldið var til undibúnings komandi borgarstjórnarkosninga.
Aðsend mynd

Samkvæmt nýrri könnun MMR er Sjálfstæðisflokkurinn kominn upp í 29,3% fylgi, en næst stærsti flokkurinn, Vinstri græn mælast með 20,4% fylgi. Hægt er að lesa frétt MMR um málið hér.

Píratar mældust með 13,3% fylgi, Samfylkingin með 10,6, Framsókn með 9,6%, Flokkur fólksins með 6,1%, og hefur hann aldrei mælst með meiri stuðning, Viðreisn með 4,7% og Björt framtíð með 2,4% fylgi, en aðrir flokkar mældust samanlagt með 3,6%.

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst frá því síðasta mæling var gerð, þann 21. júní síðatliðinn, úr 33,9% í 34,1%. Aðrar breytingar á fylgi flokkanna voru eftirfarandi, borið saman við niðurstöður síðustu kosninga:

  • Sjálfstæðisflokkur - úr 28,4% í 29,3% - kjörfylgi: 29,0%
  • Vinstri Grænir - úr 22,6% í 20,4% - kjörfylgi: 15,9%
  • Píratar - stóðu í stað í 13,3% - kjörfylgi: 14,5%
  • Samfylkingin - úr 9,1% í 10,6% - kjörfylgi: 5,7%
  • Framsóknarflokkurinn - úr 10,2% í 9,6% - kjörfylgi: 11,5%
  • Flokkur fólksins - úr 2,8% í 6,1% - kjörfylgi: 3,5%
  • Viðreisn - úr 5,3% í 4,7% - kjörfylgi: 10,5%
  • Björt framtíð - 3,3% í 2,4% - kjörfylgi: 7,2%
Stikkorð: MMR skoðanakönnun könnun fylgi flokka