*

mánudagur, 10. desember 2018
Innlent 3. september 2017 15:03

Flokkur fólksins samhliða Framsókn

Flokkur fólksins er á mikilli siglingu og mælist með 11% fylgi - svipað mikið fylgi og Framsóknarflokkurinn.

Ritstjórn
Mynd fengin af vefsíðu Flokks fólksins og sýnir Ingu Sæland, formann flokksins.

Flokkur fólksins mælist með tæplega ellefu prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem Ríkisútvarpið fjallar um. Flokkurinn fengi því sjö þingmenn ef gengið væri til kosninga nú. Hins vegar knæmi ríkisstjórnarflokkurinn Björt framtíð ekki einum þingmanni inn. Fylgi Flokks fólksins hefur aukist hratt, það hefur farið úr 4 prósentum í þar síðasta mánuði upp í 8 prósent í síðasta mánuði og svo að lokum 11 prósent núna. Hægt er að lesa frétt Ríkisútvarpsins um málið hér. 

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkur landsins með ríflega 26 prósenta fylgi. Þar á eftir kæmi Vinstri græn með 19,5 prósenta fylgi. Píratar fylgja á hæla VG með ríflega 13 prósenta fylgi. Tæplega 11 prósent kváðust ætla að kjósa Framsóknarflokkurinn og 11 prósent Flokk fólksins. Fylgi Samfylkingarinnar mælist samkvæmt könnuninni tæp 10%, Viðreisn er með nálega 5% fylgi og fylgi Bjartrar framtíðar mælist rétt undir þremur prósentum, sem þýðir að þau myndu ekki ná inn þingmanni.

Könnunin var netkönnun og var framkvæmd dagana 10. til 30. ágúst. Heildarúrtaksstærð var 4.108 og þátttökuhlutfall 52,9%.