ZANU-PF flokkur Roberts Mugabe forseta Simbabve, kaus í dag um að setja hann af sem leiðtoga flokksins, degi eftir að þúsundir íbúa landsins fögnuðu því að herinn hefði tekið af honum stjórnartaumana og sett hann í stofufangelsi.

Boðað hafði verið til neyðarfundar meðal miðstjórnar ZANU-PF flokksins í höfuðborg landsins til þess að ákveða framtíð Mugabe innan flokksins sem hann hefur leitt í 37 ár. Miðstjórn flokksins setti Mugabe ef eins og áður sagði og skipaði Emmerson Mnangagwa, fyrrum varaforseta Simbabve, í hans stað.

Mugabe átti að hitta leiðtoga hersins sem setti hann í stofufangelsi í dag til þess að reyna að semja um að geta hætt með sóma en vera ekki bolað burt. Þá var eiginkona forsetans fráfarandi, Grace Mugabe, einnig sett af sem leiðtogi kvennahreyfingar flokksins.