Rannsókn á fataframleiðendum í Tyrklandi sýnir að börn, oft flóttamenn, hafa verið að vinna við framleiðslu á fötum fyrir Bretlandsmarkað.

Rannsóknin sem gerð er af BBC sýnir að börn hafa verið að framleiða fötin við oft hættulegar aðstæður og mun lægri laun en lágmarkslaun í landinu.

Marks og Spencer meðal vörumerkjanna

Þekkt vörumerki fá föt sín frá framleiðendunum og má þar nefna Marks og Spencer og Asos. Einnig reyndust flóttamenn hafa unnið ólöglega að framleiðslu gallabuxna fyrir Zara og Mango.

Fyrirtækin hafa öll svarað að þau fylgist með hvaða fötin koma sem þau selja og að þau sætti sig ekki við misnotkun á flóttafólki eða börnum.

Um 140 krónur á tímann

Segir Marks og Spencer að þau hafi ekki fundið einn einasta Sýrlenskan flóttamann vera að vinna við framleiðslu fata sinna í Sýrlandi, en sjónvarpsþátturinn Panorama á vegum BBC, fann sjö Sýrlendinga vera að vinna í einni af aðalverksmiðjum fyrirtækisins í Tyrklandi.

Fengu þeir litlu meira en 1 pund, eða sem nemur rúmum 140 krónum á klukkutímann í laun, sem er langt undir lágmarkslaunum í landinu. Þeir voru ráðnir í gegnum millilið sem borgaði þeim í beinhörðum peningum úti á götu.

Hent eins og fatabút

Sagði einn flóttamannanna að illa væri farið með þá í verksmiðjunni. „Ef eitthvað kemur fyrir Sýrlending, þá henda þeir honum í burtu eins og um fatabút sé að ræða,“ sagði hann.

Yngsti starfsmaðurinn var 15 ára gamall en hann vann meira en 12 á dag við að strauja föt áður en þau voru send á Bretlandsmarkað.

Fengu ekki andlitsgrímu

Í annarri verksmiðju voru sýrlenskir flóttamenn að vinna 12 klukkustundir á dag við að spreyja hættulegum efnum við gallabuxnaframleiðslu, og fengu þeir ekki einu sinni andlitsgrímu við verkið.

Töluvert af fataframleiðslu er í Tyrklandi, sem græðir á því að þeir eru nálægt evrópskum mörkuðum og reyndir í að bregðast hratt við pöntunum. Auknar áhyggjur hafa verið af misnotkun Sýrlenskra flóttamanna en um þrjár milljón þeirra eru nú í landinu. Fæstir þeirra hafa leyfi til að vinna en margir þeirra starfa ólöglega í fataverksmiðjum.