*

miðvikudagur, 14. nóvember 2018
Innlent 21. september 2015 07:54

Flugfélögin ráða tugi flugmanna

Icelandair er búið er að ráða 35 flugmenn og mun bæta við sig. Wow air ætlar að ráða 50 flugmenn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Icelandair er búið að ráða 35 flugmenn það sem af er hausti og von er á frekari ráðningum hjá þeim á næstu dögum. Eins stefnir Wow air á að ráða 50 flugmenn. Kemur þetta fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Þar segir að hraða hafi þurft ráðningarferlinu hjá Icelandair en auglýst voru fleiri en eitt ráðningartímabil. Ráðningarferlinu er ekki lokið og enn hægt að skila inn umsókn til félagsins.

Munu ríflega eitt hundrað hjá Icelandair uppfyllt skilyrði auglýsingar félagsins og segir í fréttabréfinu að það sé sögulegt lágmark, sérstaklega ef horft er á að líkindi þeirra sem sækja um eru að nálgast 50% að vera ráðinn.

Samkvæmt fréttinni hefur því verið haldið fram í mörg ár að flugmannaskortur sé í vændum ef fram haldi sem horfir í aukningu flugferða um heim allan og megi sjá þess merki nú.

Stikkorð: Icelandair Group Wow air Flugmenn