Til þess að nýta sem best þau miklu umsvif sem eru í kringum starfsemi Keflavíkurflugvallar hefur Isavia efnt til umræðu um mögulega uppbyggingu svokallaðrar flughafnarborgar (e. Airport City) að erlendri fyrirmynd.

„Hugmyndin um flughafnarborg snýr að því að svæðið hér í kringum flugvöllinn sé hugsað heildstætt og þau tækifæri sem eru í starfseminni á vellinum og í kringum hann séu nýtt sem best. Við teljum að það séu ákvðein tækifæri í þeim efnum, meðan annar þegar litið er til þeirra gríðarlegu tengina sem völlurinn hefur nú,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia í viðtali við Morgunblaðið.

„Við sjáum til dæmis að vélar héðan tengja 23 af 25 mest flognu leiðunum á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Það eru komnar tengingar um alla Norður-Ameríku og meðal annars svæði eins og Alaska sem fáir tengja við, en þaðan er til dæmis stysta leiðin til Evrópu í gegnum Keflavík. Yfir sumartímann er flogið til rífleag 80 borga vísðvegar um Bandaríkin og Evrópu frá Keflavík og yfir vetrartímann eru það 52 borgir.“

Ekki skynsamlegt að fjölga ferðamönnum út í hið óendanlega

Segir Björn Óli þessar tengingar opna möguleika óháð ferðaþjónustunni sem slíkri, heldur geti þær laðað að alls kyns fyrirætki og nefnir hann meðal annars í tæknigeiranum því ekki sé skynsamlegt að fjölga ferðamönnum út í hið óendanlega.

„Ferðamannafjölgunin á að vera eðlileg og sjálfbær en restin af hópnum sem hingað leggur leið sína eru skiptifarþegar og viðskiptamenn sem nýta sér þá frábæru tengimöguleika sem við höfum,“ segir Björn Óli.

„Smáiðnaðurinn gæti komið þarna sterkur inn, þekkingariðnaðurinn og svo gæti Keflavík verið staðurinn fyrir fólk að hittast. Fljótlegasta leiðin fyrir Ev´ropubúa og fólk í Norður-Ameríku er einmitt hér á Íslandi.“