Fyrsta skóflustungan að 150 herbergja flugvallarhóteli sem verður opnað á næsta ári. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Hótelið mun verða hluti af Courtyard-keðju Marriott en sú keðja rekur yfir þúsund hótel á öllum hlestu flugvöllum í álfunni. Það verður þriggja stjarna og mun veita aðgang að fjölbreyttri funda- og veitingaaðstöðu fyrir gesti sína. Þá verður bistróveitingastaður og líkamsrætarstöð á hótelinu.

Íslenska félagið Capital Hotels sem nú rekur fjögur hótel í Reykjavík mun verða sérleyfishafi keðjunnar.