*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 14. maí 2014 18:31

Flugstjórar með 1,5 milljónir á mánuði

Heildarlaun flugstjóra eru 1.528 þúsund krónur en föst meðallaun flugmanna og flugstjóra eru 915 þúsund.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samtök atvinnulífsins segja að föst mánaðalaun flugmanna og flugstjóra, að vaktaálagi meðtöldu, hjá Icelandair hafi að meðaltali verið 915 þúsund krónur á mánuði í maí í fyrra. Að viðbættum launaliðum sem greiddir eru við hverja launaútborgun, s.s. akstursgreiðslur, álagsgreiðslur og hlunnindi, voru regluleg laun þeirra 1.045.000 kr krónur á mánuði. Að viðbættum yfirvinnugreiðslum voru heildarlaunin 1.125.000 krónur á mánuði. Í þessum tölum eru hvorki dagpeningar, sem greiðast reglulega, né eingreiðslur ýmis konar.

Samtök atvinnulífsins birtu þessar upplýsingar á vef sínum nú síðdegis í ljósi þess að upp úr slitnaði í samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins við flugstjóra í morgun. Segja Samtök atvinnulífsins að laun flugmanna og flugfreyja hafi hækkað langt umfram launavísitölu Hagstofunnar á árunum 2006-2013. 

Laun flugstjóra eru mun hærri laun en almennra flugmanna. Föst mánaðarlaun flugstjóra voru að meðaltali 1.189.000 krónur á mánuði, regluleg laun 1.411.000 kr. og heildarlaun 1.528.000. Föst mánaðarlaun flugmanna voru 770.000, regluleg laun 852.000 og heildarlaun 912.000.

Í maí 2013 voru föst mánaðarlaun flugfreyja, að vaktaálagi meðtöldu, að meðaltali 314.000 kr. á mánuði. Að viðbættu svonefndu handbókargjaldi, eftirlitsálagi, akstursgreiðslum, sölulaunum og hlunnindum voru regluleg laun þeirra 457.000 kr. á mánuði. Heildarlaunin voru 547.000 þegar yfirvinnugreiðslum er bætt við.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim