Þrjár flugvélar hafa setið óhreyfðar á alþjóðlegum flugvelli Kuala Lumpur í Malasíu. Flugvélarnar foru áður í eigu Air Atlanta Icelandic, en eru það ekki í dag þrátt fyrir að vera með íslensk skráninarnúmer - TF-ARN, TF-ARM, og TF-ARH. Þetta kemur fram í frétt alltumflug.is .

Frétt Bloomberg um málið segir að minnst ein vélanna sé í eigu Air Atlanta, og að áður hafi MASkargo leigt vélarnar á samningi sem rann út 2010.

Vélarnar þrjár eru af gerðinni Boeing 747-200F, og sitja óhreyfðar við flughöfnina. Í tilkynningu malasíska flugvallarins segir að verði flugvélarnar ekki fjarlægðar innan tveggja vikna áskilji eigendur flugvallarins sér rétt til að selja farartækin eða sekta eigendurna.