*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 1. júní 2016 15:33

Flutningsgjald undir meðaltali Evrópu

Raforkuflutningsgjald til stórnotenda undir meðaltali Evrópu og hlutfall kerfisþjónustu langt undir meðaltalinu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Flutningsgjald á raforku til stórnotenda á Íslandi er rúmar 5 evrur á megavattstund, sem er undir meðaltali í Evrópu, en það er rúmlega 7 evrur á megavattsttund. Hæst eru flutningsgjöldin á Kýpur eða rúmar 16 evrur.

Langt undir meðaltali 

Ef skoðað er hlutfall kerfisþjónustu, sem er sú þjónusta sem innt er af hendi til að tryggja gæði og öryggi í rekstri flutninga- og dreifikerfis, af flutningsgjaldinu er Ísland langt undir meðaltali með tæplega 5% en meðaltalið í samanburðarhópnum er rúmlega 30%.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum Evrópusamtaka flutningsfyrirtækja, ENTSOE-E, en að mati Samorku er þetta ásættanleg staða, sérstaklega í ljósi strjálbýlis landsins og hve línuleiðir eru krefjandi. Jafnframt þegar horft er til þess að eftirspurn er meira en framboð af raforku hérlendis.

Stikkorð: raforka samorka
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim