*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 6. júlí 2014 10:29

Flytja í Jónsson & Kaaber-húsið

Auglýsingastofurnar Pipar TBWA og Janúar sameinast og flytja í nýtt húsnæði.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Auglýsingastofan Pipar TBWA mun á næstu dögum sameinast auglýsingastofunni Janúar. „Báðar þessar stofur hafa verið að einblína mjög mikið á markaðssetningu tengda internetinu og samfélagsmiðlum en hafa verið sterkar hvor á sinn háttinn. Það felst því mikill styrkur í þessari sameiningu,“ segir Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar TBWA.

Spurður að því hvort það muni koma til uppsagna í kjölfar sameiningarinnar segir Valgeir að svo þurfi ekki að vera. „Það sem er að gerast líka er að Skapalón, sem var hugbúnaðarhluti Janúar, fer út úr því fyrirtæki. Það eru um 40 starfsmenn hjá Pipar og svipaður fjöldi hjá Janúar, þannig að starfsmenn verða í heildina í kringum 80.

Við erum að klára að gera skipurit á þessum dögum en við munum flytja starfsemi okkar úr Tryggvagötunni yfir í Jónsson og Kaaber-húsið,“ segir Valgeir.

Stikkorð: Janúar Pipar TBWA