*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 15. júlí 2012 10:43

Flytjum okkur ekki út úr kreppu

Íslenskur útflutningur hefur aukist í krónum talið eftir kreppu en magnið breytist ekki.

Ritstjórn
None

Helstu útflutningsgreinar okkar hafa ekki svigrúm til að nýta sér bætta samkeppnisstöðu í kjölfar efnahagshrunsins og gengisfalls krónunnar. Þetta kemur meðal annars fram í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. Í ljósi erlendrar skuldastöðu Íslands hefur ósjaldan verið rætt um mikilvægi þess að hagvöxtur sé drifinn áfram af útflutningi. Kosturinn við slíkan vöxt umfram vöxt sem drifinn er af þjóðarútgjöldum er að hann skapar þjóðarbúinu tekjur í erlendum gjaldeyri.

Hér á Íslandi hefur löngum verið innflutningsdrifið hagkerfi. Við erum ekki eina landið sem reynt hefur að „flytja sig út“ úr kreppunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá vöru- og þjónustujöfnuð 27 Evrópulanda sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þar má sjá að af þeim fjórtán löndum sem voru nettó útflytjendur fyrir hrun má finna sex lönd sem voru nettó innflytjendur á vöru- og þjónustu fyrir hrun. Þar á meðal erum við Íslendingar.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.