*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 20. ágúst 2012 17:11

FME auglýsir gömlu stöðu Unnar

Fjármálaeftirlitið vill nýjan yfirlögfræðing sem getur unnið í krefjandi vinnuumhverfi og undir miklu álagi.

Ritstjórn
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME.

Fjármálaeftirlitið (FME)  hefur auglýst starf yfirlögfræðings laust til umsóknar en Unnur Gunnarsdóttir, nýráðinn forstjóri, gegndi því starfi áður. Í auglýsingu lýsir FME eftir öflugum einstaklingi með mikla reynslu og hæfni til að leysa úr flóknum lögfræðilegum álitaefnum auk þess að búa yfir leiðtogahæfni. 

Yfirlögfræðingur stýrir sviði yfirlögfræðings, situr í framkvæmdastjórn og heyrir beint undir forstjóra. Verkefni á sviði yfirlögfræðings lúta að starfsemi FME, verkefnum tengdum stjórnsýslurétti og öðrum verkefnum á sviði opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi.

Farið er fram á meistara- eða embættispróf í lögfræði og að minnsta kosti 7-10 ára starfsreynsla er talin æskileg. Eins þarf viðkomandi að hafa hæfni til að vinna í krefjandi vinnuumhverfi og undir miklu álagi.

Það er Capacent sem hefur umsjón með ráðningaferlinu og umsóknarfrestur er til 10. september.

Sjá auglýsinguna HÉR. (pdf skjal)