Fjármálaeftirlitið segir í tilkynningu að þeir hafi þurft að bregðast við auglýsingum frá verktökum í byggingariðnaði vegna veitingar viðbótarlána.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá um miðjan október höfðu seljendur á 38 nýjum íbúðum á Tryggvagötu byrjað að veita 10% viðbótarlán til kaupenda. Það þýðir að fyrstu kaupendur og aðrir með aðgang að 85% lánveitingu gætu komist upp í 95% lán.

Gripu verktakarnir til þessa ráðs eftir að salan hafði verið hægari en vonir stóðu til. Eftir að viðbótarlánið var veitt höfðu sex íbúðir selst til viðbótar við þær 9 sem seldust strax og húsið var tilbúið.

Segir stofnunin að samkvæmt lögum sé það skilyrði þess að mega lána í atvinnuskyni að viðkomandi aðili hafi verið skráður hjá stofnuninni. Til viðbótar þá hafi stofnunin hámarkað veðsetningarhlutfall við íbúðarkaup við 85% fyrir almenna kaupendur og 90% fyrir fyrstu kaupendur.