Komið hefur verið upp sérstöku viðmóti á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins um brot, möguleg brot og tilraunir til brota á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.

Segir á heimasíðunni að nafnleynd verði tryggð, nema skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt til lögreglu eða á grundvelli dómsúrskurðar. Hins vegar er það valkvætt hvort upplýsingarnar séu sendar inn með nafni, en að öðru leyti muni þær fara leynt ef hægt sé að rekja þær beint eða óbeint til þess sem tilkynnti.