*

mánudagur, 19. nóvember 2018
Innlent 9. mars 2017 13:07

FME krefur Kviku um úrbætur

Auk nokkurra ábendinga gerir Fjármálaeftirlitið kröfu um úrbætur vegna tveggja athugasemda við innri endurskoðun Kviku banka.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í kjölfar athugunar Fjármálaeftirlitsins á innri endurskoðun Kviku banka ehf. sem hófst í nóvember síðastliðinn hefur stofnunin gert tvær athugasemdir við starfsemi innri endurskoðunar bankans.

Einnig segir í tilkynningu FME að þeir hafi gert haft nokkrar ábendingar um atriði sem þeir telja að betur megi fara.

Gerir stofnunin kröfur um að viðeigandi úrbætur verði gerðar vegna athugasemdanna sem eru svo hljóðandi:

  • Framsetning á niðurstöðum í skýrslu innri endurskoðanda bankans, sem skilað er eigi sjaldnar en árlega til Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 4. mgr. 16. gr. laga um fjármálafyrirtæki, gefur ekki skýra mynd af niðurstöðum þeirra athugana sem framkvæmdar hafa verið af hálfu innri endurskoðanda.
  • Í skýrslu innri endurskoðanda bankans koma ekki fram upplýsingar um stöðu athugasemda og ábendinga frá fyrra ári (árum) og hvort þeim sé lokið.